Gerum dómsmál hraðari, þægilegri og öruggari
Justikal er stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt
Þetta segja notendur um Justikal
Með Justikal er einfaldara að ….

Senda skjöl rafrænt til dómstóla.
Nýttu tímann betur en að keyra á milli staða með pappír. Hægt er að senda skjöl á öllum formum, m.a. hljóð- & myndbandsupptökur.

Mæta tímafrestum með rafrænum innsiglum.
Öll framlögð gögn eru rafrænt innsigluð sem tryggir heilleika gagnanna og innihalda fullgildan tímastimpil sem staðfestir tíma sendingar.

Sannreyna rafrænt undirrituð og innsigluð skjöl.
Lausnin sannreynir öll rafrænt undirrituð og innsigluð skjöl. Notuð er fullgilda staðfestingarþjónustu sem er eIDAS vottuð.

Halda aðilum upplýstum með sjálfvirkum tilkynningum.
Notendur geta stillt hvaða tilkynningar þeir vilja fá þegar einhverjar breytingar verða í málum sem þeir hafa aðgang að. Haltu öllum aðilum upplýstum um stöðu mála.

Leita í dómsskjölum.
Notendur geta á fljótlegan og auðveldan hátt leitað í innihaldi skjala með OCR leitarvirkni.

Persónulegar athugasemdir og yfirstrikanir í skjölum.
Með Justikal verður yfirlesturinn einfaldur án pappírs. Undirstrikaðu, yfirstrikaðu og skráðu þínar eigin athugasemdir á skjöl við undirbúning mála. Notendur geta einnig kallað eftir athugasemdum frá skjólstæðingum eða deilt sínum athugasemum með völdum notendum.
Viltu vita meira?
Ef þú vilt vita meira um hvernig Justikal virkar getum við haldið kynningu á helstu eiginleikum kerfisins og námskeið fyrir lögmansstofur endurgjaldslaust.
Hafa samband