Um okkur

Okkar hlutverk er að stafvæða meðferð dómsmála að fullu á samræmdan og öruggan hátt

lögfræðingur
dómari
lögmenn

Nokkur orð frá Margréti Önnu, stofnanda og framkvæmdastjóra Justikal

Okkar markmið er að gera málsmeðferð fyrir dómstólum hraðari, þægilegri og öruggari.

Það er alltaf þungbært fyrir aðila að vera hluti af dómsmáli og það er sagt að meðal maðurinn lendi í 1-2 dómsmálum yfir æfina. Ef við getum hraðað málsmeðferðinni um allt að 30% hraðari og gagnsærri svo auðvelt sé fyrir aðila að fylgjast með framvindu sinna mála þar sem hæsta stig öryggis er gætt með rafrænum traustþjónustum eins og rafrænum innsiglum, fullgildum tímastimplum og fleira þá erum við að skila mjög góðum árangri til samfélagsins. Auk þessa getum við lækkað málskostnað aðila þar sem lögmenn þurfa ekki að keyra fram og til baka með pappír til dómstóla eða svara einföldum fyrirspurnum í síma eins og um stöðu máls eða afrit af gögnum þar sem þeir geta veitt skjólstæðingum aðgang að þeirra málum í Justikal.

Við viljum gera notendum kleift að vinna með nútímalegum vinnubrögðum, þar sem lögmenn geta veitt skjólstæðingum sínum betri þjónustu en áður hefur þekkst.

Margrét Anna Einarsdóttir

Stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal

Margrét Anna Einarsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal

Okkar markmið

Okkar hlutverk er að stafvæða meðferð dómsmála að fullu á samræmdan og öruggan hátt.

icon

Skilvirkari

Með því að fjarlægja pappírinn.

icon

Öruggari

Með því að nota rafræn auðkenni og traustþjónustur.

icon

Gegnsærri

Með því að veita skjólstæðingum lesaðgang að þeirra málum.

icon

Þægilegri

Með því að gefa lögmönnum svigrúm til að vinna að sínum málum og leggja fram gögn rafrænt hvar og hvenær sem er.

icon

Ódýrari

Með því að stytta málsmeðferðartímann og fjarlægja allan kostnað sem tengist pappír.

icon

Uppfylla lagaskilyrði

(Reg No. 910/2014) – Með því að nota viðurkenndar staðfestingarþjónustur sem hafa hlotið eIDAS vottun.

Um fyrirtækið

Justikal var stofnað árið 2017 til að þróa lausn fyrir stafrænt réttarkerfi.

Nýtt lagaumhverfi gerði félaginu kleift að byggja upp stafrænt réttarkerfi þar sem fyllsta öryggis var gætt með stuðning frá nýju lagaumhverfi. Með eIDAS reglugerðinni nr. 910/2014 var fyrst komið lagaumhverfi sem útskýrði réttaráhrif þess að nota traustþjónustur eins og rafrænar undirskriftir, rafræn innsigli, tímastimpla, staðfestingarþjónustu til að sannreyna rafrænt undirrituð og innsigluð o.fl. Þessi lagabreyting gerði stofnendum félagsins kleift að smíða lausn Justikal sem gerir aðilum mögulegt að meðhöndla öll gögn stafrænt í dómsmálum með öruggum og rekjanlegum hætti þar sem kröfum nútímans er mætt eins og að geta tekið við, varðveitt og sannreynt rafræn gögn.

Stofnendur félagsins hafa annars vegar víðtæka reynslu úr lögmennsku og hins vegar víðtæka reynslu af traustþjónustum. Samspil þessarar þekkingar gerði stofnendunum kleift að smíða lausn Justikal og sjá tækifæri á markaðnum fyrir nýja lausn sem var í mótun og hefur hingað til ekki verið svarað með öflugum lausnum.

Fyrsta útgáfan af lausn Justikal var tilbúin árið 2020 og var þá prófuð í raunverulegum málum fyrir Landsrétti á Íslandi. Eftir prófanirnar veitti Dómstólasýslan samþykki fyrir notkun lausnarinnar hjá öllum héraðsdómstólum landsins. Fyrstu málin eru núþegar komin í lausn Justikal og hlökkum við mikið til að sjá lausnina vaxa og dafna.

Upplýsingar um framkvæmdastjórn og stjórn

Starfsfólk & stjórn
image content