Hámarks öryggi
Sannreyning á rafrænt undirrituðum og rafrænt innsigluðum skjölum
Aðgangsstýring og rekjanleiki
Gagnaheilindi
Senda skjöl rafrænt til dómstóla
Örugg gagnamiðlun og gagnaöryggi
Rafrænar undirskriftir
Hröð og skilvirk þjónusta
Kerfið heldur notendum vel upplýstum með sjálfvirkum tilkynningum
Mæta tímafrestum með rafrænum innsiglum
Yfirlit yfir öll mál á einum stað
Leita í dómsskjölum
Yfirstrikanir og merkingar
Lesaðgangur fyrir skjólstæðinga
Almenn mál
Stafrænar stefnubirtingar og öruggar gagnasendingar
Sannreyna rafrænar undirskriftir og rafræn innsigli
Samkvæmt 46. grein eIDAS reglugerðarinnar þurfa dómstólar í Evrópu að geta tekið á móti, sannreynt og varðveitt rafræn gögn sem innihalda rafrænar undirskriftir og rafræn innsigli.
Justikal er með innbyggt tól sem er sérhannað til að sannreyna gildi rafrænna undirskrifta og rafrænna innsigla sem er í fullu samræmi við ETSI staðla sem uppfyllir ákvæðin sem sett eru fram í eIDAS reglugerðinni. Þessi eiginleiki gerir dómstólum kleift að uppfylla sínar lagalegu skyldur samkvæmt reglugerðinni.
Aðgangsstýring og rekjanleiki
Aðgangi að Justikal er stjórnað með rafrænum skilríkjum sem tryggir hámarks öryggi.
Allir aðilar í dómsmáli geta fengið mismunandi aðgang að kerfinu og að sýnum dómsmálum. Með þessu geta t.d. skjólstæðingar fylgst með stöðu og framvindu sinna dómsmála. Læst atburðaskrá sem skráir niður allar hreyfingar í hverju dómsmáli og hverju skjali veitir greinargóðan rekjanleika í hverju máli.
Til að tryggja áreiðanleika og heilleika skjala á öðru sniði en PDF notar kerfið svokallaðan "ASiC-E container". Þessi háþróaða tækni gerir kerfinu kleift að innsigla margs konar gerðir af skrám, þar á meðal hljóð- og myndupptökur, Excel skrár og fleira. Ennfremur vernda innsiglin skjölin fyrir hvers konar óleyfilegum breytingum á þeim.
Senda skjöl rafrænt til dómstóla
Justikal notar eIDAS vottaðar traustþjónustur sem gerir notendum kleift að senda dómsskjöl til dómstóla á öruggan hátt. Kerið styður skrár á ýmsum sniðum, þar á meðal PDF, Excel og hljóð- og myndaskrár sem tryggir sveigjanleika í meðhöndluð skjala í dómsmálum.
Með þessu er hægt að kveðja tímafrekt ferli með pappír og fara rafrænu leiðina sem gerir málsmeðferðina bæði hraðari og skilvirkari.
Örugg gagnamiðlun og gagnaöryggi
Justikal gerir notendum kleift að miðla gögnum sín á milli í dómsmálum á öruggan hátt m.a. með öruggri aðgangsstýringu með rafrænum skilríkjum. Að auki notar kerfið aðrar eIDAS vottaðar traustþjónustur t.d. rafræn innsigli með fullgildum tímastimpli.
Með kerfinu geta lögfræðingar, starfsmenn dómsstóla og dómarar tekið á móti og sannreynt rafrænt undirrituð og rafrænt innsigluð gögn.
Öll skjöl eru vistuð hjá Amazon Web Services (AWS) í Evrópu og fyrirtækið hefur hlotið ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27701 vottanir.
Rafrænar undirskriftir
Með Justikal er auðvelt að rafrænt undirrita skjöl á öruggan hátt. Undirskriftirnar uppfylla lagaleg skilyrði um alla Evrópu.
Sjálfvirkar tilkynningar
Notendur geta fylgst með framvindu sinna mála og verið upplýstir um stöðuna hverju sinni. Sjálfvirkar tilkynningar auðvelda öll samskipti og draga úr hættunni að aðilar máls missi af mikilvægum upplýsingum eða frestum.
Mæta tímafrestum með rafrænum innsiglum
Öll skjöl sem sett eru inn í Justikal fá sjálfkrafa rafrænt innsigli ásamt fullgildum tímastimpli sem sýnir hvenær dómstóllinn fær gögnin.
Yfirlit yfir öll mál á einum stað
Með Justikal geta notendur fengið betri yfirsýn yfir öll þau dómsmál sem þeir hafa aðgang að á einum stað. Kerfið er aðgengilegt í gegnum vafra og er hannað fyrir tölvur, snjallsíma og spjaldtölvur.
Leita í dómsskjölum
Í Justikal geta notendur leitað eftir efnisorðum í öllum skjölum. Í kerfinu er innbyggð OCR leitarvirkni (e. Optical character recognition) sem umbreytir skjölum af grafísku sniði yfir á textaform og gerir þau um leið leitarleg. Virknin eykur skilvirkni og sparar tíma, sérstaklega í umfangsmiklum málum.
Yfirstrikanir og merkingar
Justikal gerir notendum kleift að undirstrika, merkja og bæta við persónulegum athugasemdum við skjöl á meðan mál eru í undirbúningi. Að auki geta notendur í kerfinu deilt athugasemdum sín á milli. Athugasemdirnar eru eingöngu sýnilegar þeim notanda sem þær gerir nema að hann velji að deila þeim með öðrum notendum.
Lesaðgangur fyrir skjólstæðinga
Skjólstæðingar og aðrir aðilar dómsmáls geta fengið aðgang að dómsmálum sínum í Justikal. Notendur geta fengið lesaðgang eða skrifaðgang í kerfinu. Með þessu geta aðilar fylgst með framvindu sinna mála
Gagnaheilindi
Öll skjöl eru innsigluð með eIDAS vottaðri staðfestingarþjónustu. Ef aðilar reyna að breyta skjölum þá rofnar innsiglið. Þetta á einnig við við um myndbönd og hljóðfæla. Að auki er innsiglið varið um ókomna tíð með svokallaðri langtímavarðveislu (e. long-term preservation service) sem tryggir heilleika gagnanna inn í framtíðina með því að bæta sífellt við nýjum öryggislögum þegar ný tækni lítur dagsins ljós.
Almenn mál
Áður, þegar mál voru stofnuð í Justikal voru þau strax send til dómstóla. Nú gefst notendum kostur á að búa til almenn mál og vinna í þeim yfir lengra tímabil. Notendur geta síðan með einföldum hætti breytt almennu máli í dómsmál og sent það inn til dómstóla ef á við.
Þegar notendur stofna almenn mál í kerfinu geta þeir á þægilegri og öruggari hátt en áður unnið með öðrum notendum við vinnslu mála. Þeir geta gert persónulegar athugasemdir við skjöl og deilt þeim í rauntíma með völdum málsaðilum. Almennu málin koma að góðum notum við hvers kyns ágreining þar sem unnið er með öll skjöl á öruggum stað og möguleiki á því að veita skjólstæðingi aðgang.
Stafrænar stefnubirtingar og öruggar gagnasendingar
Með öruggri rekjanlegri gagnasendingarþjónustu Justikal er hægt að tryggja að einungis skilgreindur viðtakandi með skráða kennitölu fái aðgang að tilteknu skjali. Öruggu gagnasendingarnar henta vel fyrir stefnur, kröfulýsingar, gjaldfellingarbréf, greiðsluáskoranir, tilkynningar og viðkvæm skjöl. Sjá nánar.