Öruggar rekjanlegar gagnasendingar
Með öruggri rekjanlegri gagnasendingarþjónustu Justikal er hægt að tryggja að einungis skilgreindur viðtakandi með skráða kennitölu fái aðgang að tilteknu skjali.
Við móttöku fær viðtakandinn tölvupóst frá Justikal sem inniheldur hlekk á tiltekið skjal og verður að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til að sjá innihald þess. Sendandinn getur einnig óskað eftir rafrænni undirritun frá viðtakanda.
Sendandinn fylgist með framvindunni í Justikal, hvort viðtakandinn sé búinn að auðkenna sig og móttaka skjalið og hvort hann sé búinn að undirrita það ef við á. Sendandinn fær að lokum staðfestingarskýrslu um afhendingu þegar hún hefur farið fram.
Aukin skilvirkni með hjálp Justikal
Eftir að við byrjuðum að senda stefnur og gjaldfellingarbréf rafrænt með Justikal þá höfum við orðið vör við meiri skilvirkni og sneggri viðbrögð frá greiðendum. Bréf eru send út og greidd samdægurs! Við erum að upplifa breytta og spennandi tíma með Justikal.
Dagbjört Hauksdóttir
Framkvæmdarstjóri innheimtusviðs - Gjaldskil Debitum
Eftir að við byrjuðum að senda stefnur og gjaldfellingarbréf rafrænt með Justikal þá höfum við orðið vör við meiri skilvirkni og sneggri viðbrögð frá greiðendum. Bréf eru send út og greidd samdægurs! Við erum að upplifa breytta og spennandi tíma með Justikal.
Dagbjört Hauksdóttir
Framkvæmdarstjóri innheimtusviðs - Gjaldskil Debitum
Öruggu gagnasendingarnar henta vel fyrir..
Viðkvæm skjöl
Kröfulýsingar
Stefnur
Gjaldfellingarbréf
Greiðsluáskoranir
Tilkynningar o.fl.
Einfalt og skilvirkt ferli
- Sendandinn hleður upp skjali og slær inn nafn, kennitölu og tölvupóst viðtakanda. Justikal er með beina tengingu við Þjóðskrá svo auðvelt er að finna réttan aðila.
- Því næst velur sendandinn lokafrest sem skjalið þarf að birtast innan og getur óskað eftir að móttakandi rafrænt undirriti skjalið til að staðfesta móttöku. Kerfið sendir móttakanda sjálfvirkar tilkynningar fram að lokafresti ef skjalið hefur ekki verið móttekið/undirritað.
- Að lokum getur sendandinn sent skilaboð á viðtakanda sem hann fær með skjalinu.
- Viðtakandinn fær tölvupóst frá Justikal með hlekk á skjalið og er beðinn um að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til að geta séð innihald skjalsins.
- Ef sendandi hefur óskað eftir að skjal sé rafrænt undirritað, þá undirritar viðtakandi skjalið.
- Sendandinn fær að lokum staðfestingarskýrslu um afhendingu þegar afhending hefur farið fram. Að auki getur hann fylgst með framvindunni í Justikal, hvort viðtakandinn sé búinn að auðkenna sig og móttaka skjalið og hvort hann sé búinn að undirrita það ef við á.