Almenn mál

Staðreyndin er sú að flest ágreiningsmál á borði lögmanna fara ekki alla leið fyrir dómstóla. Hins vegar eiga þau það sameiginlegt að fela í sér miðlun viðkvæmra skjala og upplýsinga milli aðila. Hér koma almenn mál sér einstaklega vel, en þau veita notendum öruggan vettvang til að halda utan um skjöl og samskipti. Að auki geta notendur hafið undirbúning að málum sem gætu síðar orðið að dómsmálum með því að stofna almenn mál í Justikal.

almenn mál
image 3

Við færum samskiptin frá tölvupósti yfir í öruggara umhverfi

Fáðu betri yfirsýn yfir öll skjöl í ágreiningsmálum á einum öruggum stað, þar sem bæði lögmenn og skjólstæðingar hafa aðgang að sínum málum. Þannig getur þú veitt þínum skjólstæðingum betri og skilvirkari þjónustuupplifun.
ceo

Almenn mál henta vel fyrir...

Viðskiptagjörninga

Viðskiptagjörninga

Viðskiptadeilur

Viðskiptadeilur

Fasteignamál

Fasteignamál

Skilnaðarmál

Skilnaðarmál

Áreiðanleikakannanir

Áreiðanleikakannanir

Forsjásmál

Forsjármál

Slysamál

Slysamál

Við undirbúning að dómsmálum

Við undirbúning að dómsmálum

Önnur mál sem þarfnast ekki endilega aðkomu dómstóla

Önnur mál sem þarfnast ekki endilega aðkomu dómstóla

    Málsaðilar hafa greiðan aðgang að gögnum og framvindu máls

    Með því að stofna almenn mál í öruggu umhverfi Justikal, þar sem allir málsaðilar hafa aðgang að málsgögnum, má draga úr óþarfa símtölum og tölvupóstum milli aðila. Að hafa öll gögn á einum stað eykur skilvirkni, veitir betri yfirsýn og einfaldar samskipti.

    Lögmenn geta stofnað almenn mál í kerfinu og veitt skjólstæðingum skrifaðgang, sem gerir gagnaöflun bæði auðveldari og öruggari. Skjólstæðingar geta síðan skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og hlaðið upp skjölum sem tengjast málum þeirra. Lögmenn geta skrifað athugasemdir við skjöl, kallað eftir viðbrögðum frá skjólstæðingum eða öðrum málsaðilum og þannig stuðlað að markvissari og skilvirkari vinnubrögðum.

    Justikal er aðgengilegt í vöfrum á tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum, sem tryggir greiðan aðgang að málsgögnum hvar og hvenær sem er. OCR-leitarvirkni auðveldar leit í öllum framlögðum skjölum, og ef skjölin innihalda rafrænar undirskriftir eða innsigli, býður kerfið upp á eIDAS-vottaða staðfestingarþjónustu til að sannreyna gildi þeirra.

    Kerfið stuðlar að betra skipulagi og auknu gagnsæi, sem skilar sér í betri þjónustu og sterkari tilfinningu skjólstæðingsins fyrir því að mál hans sé í öruggum höndum.

    Horfa á stutt kennslumyndband

    Á síðari stigum geta notendur á einfaldan hátt breytt almennu máli í dómsmál

    Þeir notendur sem vilja hefja undirbúning að dómsmálum með því að stofna almenn mál í Justikal geta síðan með einföldum hætti breytt þeim yfir í dómsmál þegar þau eru tilbúin til innsendingar til dómstóla.

    Það er einfalt að byrja, fyrsta málið frítt

    Stofna aðgang frítt, ekkert fast mánaðargjald
    senda stefnu með Justikal