Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal
Rafrænum gagnasendingum hefur fjölgað mikið undanfarið
Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að senda skjöl með rafrænum hætti. Í flestum tilfellum dugar tölvupósturinn en þegar um viðkvæm skjöl er að ræða getur verið nauðsynlegt að nota öruggari leiðir. Sum fyrirtæki verja enn í dag miklum fjármunum í að prenta skjöl og senda þau með póstþjónustu sem er kostnaðarsamt og tímafrekt. Með því að nýta rafrænar gagnasendingar er hægt að draga verulega úr þessum kostnaði, auka öryggi og gera ferlana mun skilvirkari en áður.
Öruggar rekjanlegar gagnasendingar koma að góðum notum þegar hvers kyns viðkvæm skjöl eru send á milli aðila þegar gæta þarf fyllsta öryggis. Sendandinn skráir inn nafn, kennitölu og tölvupóst viðtakanda, en einungis sá viðtakandi getur auðkennt sig með sínum rafrænu skilríkjum til að sjá innihald skjalsins. Sendandinn fær móttökustaðfestingu frá Justikal þegar viðtakandinn hefur auðkennt sig og móttekið skjalið og getur þar af leiðandi verið full viss um að skjalið hafi borist réttum aðila og hvenær.
Nú geta fyrirtæki sett inn myndmerki, lit og falið nafn sendanda í gagnasendingarþjónustu Justikal
Eftir samtöl við notendur kynnum við nú eftirfarandi breytingu á öruggum rekjanlegum gagnasendingum. Nú geta notendur bætt nafni, myndmerki og aðallit síns fyrirtækis í notendastillingum sínum. Eftir að notendur uppfæra stillingarnar sínar geta þeir valið að nota útlit síns fyrirtækis og falið sitt persónulega nafn. Útlit fyrirtækisins birtist viðtakendum í tölvupóstum sem Justikal sendir með gagnasendingunum og einnig þegar viðtakendur skrá sig inn með sínum rafrænu skilríkjum til að sjá innihald skjala og við rafræna undirritun, sé þess óskað. Með þessu getum við nú boðið viðskiptavinum okkar að sérmerkja útlit sinna gagnasendinga sem gerir þeim kleift að veita enn betri þjónustu.
Svona uppfærir þú stillingarnar þínar
- Smellt er á nafn næst neðst í vinstra horni og síðan er smellt á "Prófíll".
- Næst er smellt á "Breyta" undir persónuupplýsingar og nafni fyrirtækis bætt við og smellt á vista.
- Því næst er aftur smellt á nafnið næst neðst í vinstra horni og loks á "Stillingar fyrir öruggar rekjanlegar gagnasendingar.
- Myndmerki (e. Logo) og aðallit fyrirtækis er bætt við og smellt á vista.
- Loks geta notendur sent sjálfum sér prufupóst til að sjá hvernig útlitið kemur út.
Öruggu gagnasendingarnar henta m.a. vel fyrir..
- Stefnur
- Kröfulýsingar
- Greiðsluáskoranir
- Gjaldfellingarbréf
- Tilkynningar & önnur viðkvæm skjöl.
Skráðu þig frítt inn í Justikal með því að smella hér. Ekkert fast mánaðargjald.
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal
Eftir samtöl við notendur kynnum við nú eftirfarandi breytingu á öruggum rekjanlegum gagnasendingum. Nú geta notendur bætt nafni, myndmerki og aðallit síns fyrirtækis í notendastillingum sínum.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.