04 Nov 2024

Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal

Share

Rafrænum gagnasendingum hefur fjölgað mikið undanfarið

Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að senda skjöl með rafrænum hætti. Í flestum tilfellum dugar tölvupósturinn en þegar um viðkvæm skjöl er að ræða getur verið nauðsynlegt að nota öruggari leiðir. Sum fyrirtæki verja enn í dag miklum fjármunum í að prenta skjöl og senda þau með póstþjónustu sem er kostnaðarsamt og tímafrekt. Með því að nýta rafrænar gagnasendingar er hægt að draga verulega úr þessum kostnaði, auka öryggi og gera ferlana mun skilvirkari en áður.

Öruggar rekjanlegar gagnasendingar eru sérstaklega gagnlegar þegar viðkvæm skjöl eru send milli aðila og fyllsta öryggis þarf að gæta. Sendandinn skráir nafn, kennitölu og tölvupóst viðtakanda, en aðeins sá viðtakandi getur auðkennt sig með sínum rafrænu skilríkjum til að opna skjalið.

Justikal veitir sendanda móttökustaðfestingu um leið og viðtakandinn hefur auðkennt sig og móttekið skjalið. Þannig getur sendandinn verið fullviss um að skjalið hafi borist réttum aðila og hvenær það var tekið á móti því.

Nú geta fyrirtæki sett inn myndmerki, lit og falið nafn sendanda í gagnasendingarþjónustu Justikal

Eftir samtöl við notendur höfum við nú bætt við virkni sem gerir þeim kleift að sérsníða útlit sitt í notendastillingum. Notendur geta nú bætt við nafni, myndmerki og aðallit fyrirtækis síns. Þegar stillingar hafa verið uppfærðar, geta þeir valið að nota útlit fyrirtækisins í stað persónulegs nafns, sem getur verið sérstaklega hentugt í innheimtumálum þar sem einungis nafn fyrirtækisins birtist sem sendandi gagnasendingarinnar.

Útlit fyrirtækisins birtist viðtakendum í tölvupóstum frá Justikal með gagnasendingunum, auk þess þegar þeir skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að skoða skjöl eða undirrita rafrænt, sé þess óskað. Með þessari nýju virkni geta viðskiptavinir okkar sérmerkt útlit gagnasendinga sinna, sem eykur fagmennsku og bætir heildarþjónustuupplifunina.

Auðkenning

Svona uppfærir þú stillingarnar þínar

  1. Smellt er á nafn næst neðst í vinstra horni og síðan er smellt á "Prófíll".
  2. Næst er smellt á "Breyta" undir persónuupplýsingar og nafni fyrirtækis bætt við og smellt á vista.
  3. Því næst er aftur smellt á nafnið næst neðst í vinstra horni og loks á "Stillingar fyrir öruggar rekjanlegar gagnasendingar.
  4. Myndmerki (e. Logo) og aðallit fyrirtækis er bætt við og smellt á vista.
  5. Loks geta notendur sent sjálfum sér prufupóst til að sjá hvernig útlitið kemur út.

Skráðu þig frítt inn í Justikal með því að smella hér. Ekkert fast mánaðargjald.