Eftirfarandi stefna um ásættanlega notkun gildir frá og var síðast uppfærð 1. febrúar 2023.

Þessi stefna um ásættanlega notkun setur fram lista yfir ásættanlega og óviðunandi notkun þjónustu okkar. Ef við teljum að brot á stefnunni sé vísvitandi, endurtekið eða feli í sér trúverðuga hættu á skaða fyrir aðra notendur, viðskiptavini okkar, þjónustuna eða þriðju aðila kunnum við að loka aðgangi þínum. Notkun þjónustunnar lýtur þessari stefnu um ásættanlega notkun. Þú samþykkir að misnota ekki þjónustuna eða hjálpa öðrum að gera það. Hugtök sem notuð eru í stefnunni um ásættanlega notkun en ekki skilgreind í stefnunni hafa þá merkingu sem þeim er gefin í þjónustuskilmálunum.

1

Ásættanleg notkun og notendaefni

1.1

Þú samþykkir að þú munir ekki, né heldur hvetja eða aðstoða aðra við að, skaða þjónustuna eða nota þjónustuna til að skaða aðra. Til dæmis mátt þú ekki nota þjónustuna til að skaða, ógna eða áreita annan einstakling, stofnun eða Justikal og/eða til að byggja upp svipaða þjónustu eða vefsvæði. Þú skalt ekki: (a) skemma, óvirkja, íþyngja eða skerða þjónustuna (eða hvers kyns netkerfi sem er tengt þjónustunni); (b) endurselja eða endurdreifa þjónustunni eða einhverjum hluta hennar; (c) nota hvers kyns óheimilar aðferðir til að breyta, endurleiða eða fá aðgang að þjónustunni eða reyna að framkvæma slíkar aðgerðir; (d) nota hvers kyns sjálfvirkt ferli eða þjónustu (svo sem vélmenni, vefkónguló eða reglubundna vistun upplýsinga sem geymdar eru af Justikal) til að fá aðgang að eða nota þjónustuna; (e) nota þjónustuna umfram úthlutaða eiginleika og magn sem veitt er í þeirri þjónustu eða í bága við stefnu okkar um ásættanlega notkun; (f) nota þjónustuna til að brjóta gegn lögum um dreifingu spilliforrita eða skaðlegs efnis; eða (g) dreifa, birta eða deila upplýsingum eða efni sem þú átt ekki rétt á eða er ólöglegt.

1.2

Þú lýsir því yfir og ábyrgist að: (i) allar upplýsingar og/eða notendaefni sem þú veitir í tengslum við aðgang þinn að og/eða notkun þjónustunnar eru réttar, nákvæmar og tæmandi og þú munt viðhalda og uppfæra slíkar upplýsingar reglulega; og (ii) þú munt virða hugverkarétt, aðrar upplýsingar og öll réttindi Justikal og annarra sem nota þjónustuna.

1.3

Allt efni sem þú hleður upp, býrð til, sendir inn, dreifir og/eða setur á þjónustuna, sem er eða kann að vera veitt Justikal og/eða sett á Justikal prófílsíðu notandans eða sett inn og/eða hlaðið upp af þér í gegnum þjónustuna („notendaefni“) hvort sem það er birt opinberlega eða ekki, er alfarið á ábyrgð þess sem átti frumkvæðið að slíku notendaefni. Justikal ber enga ábyrgð og/eða bótaábyrgð vegna eyðingar og/eða nákvæmni notendaefnis; misbrests á að geyma, senda og/eða taka á móti sendingu notendaefnis; og/eða öryggi, friðhelgi, geymslu og/eða sendingu annarra samskipta sem eiga uppruna sinn í og/eða hafa í för með sér notkun á þjónustunni. Aðeins þú berð ábyrgð á notendaefni og þegar það hefur verið birt er ekki alltaf hægt að afturkalla það. Þú lýsir því yfir að þú eigir og/eða hafir nauðsynlegar heimildir til að nota og heimila notkun notendaefnis eins og lýst er í skilmálunum.

1.4

Vinsamlegast athugaðu að við leitum ekki eftir neinum óumbeðnum hugmyndum og/eða efni fyrir þjónustuna. Ef þú lætur okkur í té (með bréfpósti, tölvupósti og/eða á annan hátt) athugasemdir, tillögur, endurbætur, umbætur, ráðleggingar og/eða eiginleikabeiðnir sem tengjast þjónustunni („endurgjöf“), þá veitir þú Justikal ótímabundið, óafturkallanlegt, gjaldfrjálst leyfi á heimsvísu til að nota, endurskapa, framkvæma, sýna, dreifa, aðlaga, breyta, endursníða, búa til afleidd verk af og nýta á annan hátt í viðskiptalegum eða óviðskiptalegum tilgangi á þann hátt sem það telur viðeigandi alla slíka endurgjöf og að veita undirleyfi fyrir framangreind réttindi. Justikal mun líta svo á að öll slík endurgjöf sem þú veitir Justikal  sé hvorki bundin trúnaði né eignarrétti. Þú lýsir því og ábyrgist að þú hafir öll nauðsynleg réttindi til að veita endurgjöfina.

2

Misnotkun þjónustu

2.1

Þú samþykkir að þú munir ekki undir neinum kringumstæðum senda nokkuð notendaefni (þar á meðal skjöl, myndbandsskrár, texta, myndir eða aðrar upplýsingar) sem:

2.1.1

eru breyttar eða villandi upplýsingar eða upplýsingar sem byggja á  röngum heimildum.

2.1.2

kynnir eða auglýsir vörur eða þjónustu án viðeigandi leyfis.

2.1.3

brýtur gegn friðhelgi einkalífs annarra, þar með talið að birta persónulegar upplýsingar og trúnaðarupplýsingar annarra án sérstaks leyfis þeirra, eða safna persónulegum upplýsingum annarra

2.2

Þú samþykkir að þú munir ekki undir neinum kringumstæðum stofna mál og bæta við aðilum sem hafa engin tengsl við viðkomandi mál. Þér er ekki heimilt að stofna mál þar sem raunverulegir hagsmunir liggja ekki að baki og/eða eru búin til í þeim tilgangi að valda öðrum notendum ama.

2.3

Aðeins má nota þjónustuna til að geyma viðskiptavinagögn sem notandinn hefur aflað eða búið til með löglegum hætti. Ekki má nota þjónustuna beint eða óbeint í neinum ólögmætum tilgangi.

3

Óviðeigandi efni

3.1

Að birta, hlaða upp, deila, setja inn eða á annan hátt veita efni sem:

3.1.1

Brýtur gegn hugverkarétti þjónustuveitanda eða þriðja aðila, þar með talið höfundarrétti, vörumerki, einkaleyfi, viðskiptaleyndarmáli, sæmdarrétti, rétti til að stýra birtingu eigin upplýsinga eða hvers kyns öðrum hugverkarétti eða eignar- eða samningsbundnum rétti;

3.1.2

Inniheldur veirur, vélmenni, veforma, veilubrögð eða annað svipað efni;

3.1.3

Þú hefur ekki rétt til að setja inn;

3.1.4

Gæti á annan hátt skaðað þjónustuveitanda eða einhvern þriðja aðila.

4

Brot á stefnu um ásættanlega notkun

4.1

Brot af þinni hálfu, fyrirtækis þíns eða annars aðila sem hefur heimild til að fá aðgang að og nota þjónustuna getur leitt til þess að aðgangi að þjónustunni verði lokað að hluta eða öllu leyti eða annarra sanngjarnra ráðstafana sem eru viðeigandi til að bregðast við brotinu alfarið samkvæmt okkar mati.

4.2

Við munum sýna sanngjarna viðleitni til að hafa samband við þig svo þú getir brugðist við brotum, en við áskiljum okkur rétt til að bregðast við án fyrirvara þegar nauðsyn krefur til að varðveita stöðuga, örugga og óslitna starfsemi þjónustunnar, eins og við ákveðum alfarið samkvæmt okkar mati.

4.3

Við kunnum að hafa samband við og ​​munum vinna með löggæslustofnunum og ríkisstofnunum ef grunur leikur á glæpsamlegu athæfi. Þeir sem fremja brot kunna einnig að sæta einkaréttar- eða refsiábyrgð samkvæmt gildandi lögum.

4.4

Ef brotið er gegn þessari stefnu um ásættanlega notkun á viðskiptavinurinn ekki rétt á neinum bótum.

Niðurhala skilmálum á PDF formi

Smelltu á hnappana hér að neðan til að sækja þýdda skilmála á íslensku eða upprunalega skilmála á ensku.

Þýddir skilmálar á íslensku
Upprunalegir skilmálar á ensku