13 Mar 2024

Stafrænar stefnubirtingar og öruggar gagnasendingar

Share

Nú er loksins hægt að birta stefnur og önnur gögn með rafrænum hætti. Með öruggri rekjanlegri gagnasendingarþjónustu Justikal er hægt að tryggja að einungis skilgreindur viðtakandi fái umrætt skjal. Ferlið er mjög einfalt:

  1. Sendandinn hleður upp skjali og slær inn nafn, kennitölu og tölvupóst viðtakanda. Justikal er með beina tengingu við Þjóðskrá svo auðvelt er að finna réttan aðila.
  2. Því næst velur sendandinn lokafrest sem skjalið þarf að birtast innan og getur óskað eftir að móttakandi rafrænt undirriti skjalið til að staðfesta móttöku. Kerfið sendir móttakanda sjálfvirkar tilkynningar fram að lokafresti ef skjalið hefur ekki verið móttekið/undirritað.
  3. Að lokum getur sendandinn sent skilaboð á viðtakanda sem hann fær með skjalinu.
  4. Viðtakandinn fær tölvupóst frá Justikal með hlekk á skjalið og er beðinn að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til að geta séð innihald skjalsins.
  5. Ef sendandi hefur óskað eftir að skjal sé rafrænt undirritað, þá undirritar viðtakandi skjalið.
  6. Sendandinn fær að lokum staðfestingarskýrslu um afhendingu þegar afhending hefur farið fram. Að auki getur hann fylgst með framvindunni í Justikal, hvort viðtakandinn sé búinn að auðkenna sig og móttaka skjalið og hvort hann sé búinn að undirrita það ef við á.

Okkar markmið er alltaf að vinna með skilvirkari hætti og okkur hlakkar til að sjá hvernig þessi nýji eiginleiki muni nýtast markaðnum.

Skráðu þig frítt inn í Justikal með því að smella hér.

--------

 Þegar þjónustan er notuð fyrir stefnubirtingar þá þurfa notendur að gæta að eftirfarandi:

  1. Að í stefnu sé yfirlýsing um að samrit hennar hafi verið afhent ef skjal er birt stefnda, sem stefndi undirritar. Ef stefna er birt hæstaréttar- eða héraðsdómslögmanni f.h. stefnda þá þarf lögmaðurinn að rita undir sams konar yfirlýsingu þar sem einnig er tekið fram að stefndi hafi falið honum að sækja þing fyrir sig við þingfestingu máls.
  2. Að sendandi haki í boxið “Óska eftir rafrænni undirskrift frá viðtakanda”

Að öðru leiti bendum við notendum á að fylgja fyrirmælum XIII. kafla um meðferð einkamál nr. 91/1991 um stefnubirtingar. Þegar lög kveða á um tiltekinn birtingarhátt á skjölum þá skulu notendur fylgja þeim.