27 Aug 2024

Almenni Lífeyrissjóðurinn sendir kröfulýsingar rafrænt með Justikal

Share

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur samið við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Justikal um að nýta stafræna lausn Justikal við innheimtuferli hjá sjóðnum.

 

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um ýmsar breytingar á lögum um meðferð einkamála sem tóku gildi 1.júlí síðastliðinn. Eitt megin markmið lagabreytinganna var að gera réttarvörslukerfið einfaldara, notendavænna og stuðla að jákvæðum umhverfisáhrifum, svo sem með því að skapa forsendur fyrir að draga úr ferðalögum og notkun pappírs. Auk þess var lögum um gjaldþrotaskipti breytt, sem gerir það að verkum að nú er heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með stafrænum hætti.

 

Við hjá Almenna lífeyrissjóðnum erum ánægð að geta nýtt okkur lausn Justikal við innheimtuferli hjá sjóðnum. Með samstarfi við Justikal tekst sjóðnum að stuðla að bæði skilvirkara og á sama tíma öruggara ferli. Framfarir af þessum toga eru mikilvægar í þeirri vegferð sem við leitumst við að fylgja, sem er að veita sjóðfélögum okkar framúrskarandi þjónustu.“

Sigríður Ómarsdóttir, Skrifstofustjóri Almenna Lífeyrissjóðsins

 

“Við erum mjög spennt að geta boðið markaðnum að nýta þjónustu okkar fyrir kröfulýsingar í þrotabú. Markaðurinn hefur tekið eiginleikanum fyrir öruggar gagnasendingar mjög vel og nýtt hann m.a. til að birta stefnur, viðkvæm bréf, greiðsluáskoranir o.fl. Okkur hlakkar mikið til samstarfsins með Almenna lífeyrissjóðnum sérstaklega þar sem við deilum gildum um að veita okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.”

Margrét Anna Einarsdótti, Framkvæmdastjóri Justikal