Justikal hlýtur ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27701 vottanir
Justikal hlaut nýlega vottanir vegna staðlanna ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27701:2019, en úttektaraðilinn var DNV. Þessi árangur undirstrikar áherslur fyrirtækisins á upplýsingaöryggi og persónuvernd.
Hvað er ISO/IEC 27001?
ISO/IEC 27001:2022 er alþjóðlegur viðurkenndur staðall fyrir stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi (e. information security management systems (ISMS)). Vottunin staðfestir að Justikal hefur innleitt yfirgripsmikið öryggiskerfi og vel skilgreinda ferla sem tryggja trúnað, heilleika og aðgengi að þeim upplýsingum sem fyrirtækið meðhöndlar. Með innleiðingu staðalsins sýnir fyrirtækið í verki ásetning sinn um að vernda upplýsingar viðskiptavina sinna gagnvart hvers kyns öryggisógnum.
Hvað er ISO/IEC 27701?
Auk vottunar vegna ISO/IEC 27001:2022, hefur Justikal einnig hlotið vottun vegna ISO/IEC 27701:2019. En hún felst í því að útvíkka stjórnunar um upplýsingaröryggi með stjórunarkerfi um persónuvernd (e. privacy information management system (PIMS)). Með því er náð til þeirrar áhættu sem snýr að persónugreinanlegum upplýsingum og styður hlítingu við lög nr. 90/2018 og almennu persónuverndarreglugerðina (e. GDPR).
Yfirlýsing frá framkvæmdastjóra Justikal
"Við erum gríðarlega ánægð og stolt af því að hafa hlotið bæði ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27701:2019 vottanirnar frá DNV. Þessar vottanir endurspegla óbilandi skuldbindingu okkar til að mæta ströngustu kröfum er varða upplýsingaöryggi og persónuvernd. Viðskiptavinir okkar treysta okkur fyrir viðkvæmum gögnum og þessar vottanir sýna þeim ásetning okkar að viðhalda öryggi og hlítingu á hæsta stigi."
- Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal.
Yfirlýsing frá upplýsingaöryggisfulltrúa Justikal
"Það er alltaf ánægjulegt þegar krefjandi verkefni lýkur með þeirri niðurstöðu sem stefnt var að í upphafi. Verkefnið var að þróa og smíða sameiginlegt stjórnunarkerfi sem uppfyllti ítrustu kröfur ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27701:2019. Ekki einfaldasta verkefnið, en okkur tókst það án athugasemda og það í fyrstu tilraun. Það er eitthvað sem við getum verið stolt af."
- Marinó G. Njálsson.
UM DNV og yfirlýsing
DNV er alþjóðlegt gæða- og vottunarfyrirtæki með langa sögu eða allt til ársins 1864. Fyrirtækið er leiðandi vottunaraðili sem hjálpar viðskiptavinum sínum að hámarka árangur sinn með vottunum, sannprófunum, stöðumötum og þjálfun.
"Justikal er með vel skilgreinda ferla vegna stjórnunar upplýsingaöryggis og verndar persónuupplýsinga, þrátt fyrir að fyrirtækið sé lítið. Skilningur á mikilvægi þessara þátta er mjög skýr innan fyrirtækisins. Ekki komu fram nein frávik við úttektina. Stjórnunarkerfið er talið skilvirkt og í samræmi við staðlana."
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal
Eftir samtöl við notendur kynnum við nú eftirfarandi breytingu á öruggum rekjanlegum gagnasendingum. Nú geta notendur bætt nafni, myndmerki og aðallit síns fyrirtækis í notendastillingum sínum.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.