Stórt framfaraskref í réttarvörslukerfinu: Pappírinn út frá og með 1. júlí 2024!
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, um ýmsar breytingar á lögum um meðferð dómsmála, sem miða að því að skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli.
Stóra breytingin fyrir notendur Justikal er sú að frá og með 1. júlí næstkomandi geta notendur okkar stofnað mál og sent öll gögn stafrænt án þess að þurfa að skila pappírseintaki líka, sem hefur verið ákveðinn tvíverknaður þar til nú. Fyrir breytingarnar á lögum um meðferð einkamála var heimilt að senda gögn til dómstóla með stafrænum hætti svo lengi sem pappírseintakið fylgdi í kjölfarið.
Justikal rafrænt innsiglar öll skjöl sem send eru til dómstóla. Innsiglin innihalda fullgildan tímastimpil sem staðfestir tíma sendingar. Að auki sannreynir lausnin öll rafrænt undirrituð og innsigluð skjöl með eIDAS-vottaðri staðfestingarþjónustu, sem er mikilvægt til sannreyna gildi rafrænna undirskrifta og rafrænna innsigla í samræmi við lög nr. 55/2019. Niðurstöðurnar hafa tryggð réttaráhrif fyrir dómstólum.
Auk þess var lögum um gjaldþrotaskipti breytt, sem gerir það að verkum að heimilt er að senda kröfulýsingar í þrotabú með stafrænum hætti frá og með 1. júlí nk.
Umræddar breytingar gera notendum kleift að vinna hraðar, vera umhverfisvænni og bjóða viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins um málið kemur m.a. fram að markmið lagabreytinganna sé að gera réttarvörslukerfið einfaldara, notendavænna og að málsmeðferð verði greiðari, án þess að gæðum og réttaröryggi verði fórnað. Jafnframt er talað um að breytingarnar hafi jákvæð umhverfisáhrif, svo sem með því að skapa forsendur fyrir að draga úr ferðalögum og notkun pappírs. Þetta rímar ákaflega vel við yfirlýst markmið og gildi okkar hjá Justikal.
Skráðu þig frítt inn í Justikal með því að smella hér. Ekkert fast mánaðargjald.
Nýjar fréttir
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á listaNBC yfir 23 áhrifamestu kvenfrumkvöðlana í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu.
LOGOS setur viðskiptavini og umhverfið í fyrsta sæti með innleiðingu á lausn Justikal
LOGOS lögmannsstofa hefur tekið í notkun lausn hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal ehf. sem gerir stofunni kleift að senda öll gögn til héraðsdómstóla á rafrænu formi og eykur þar með skilvirkni við vinnslu dómsmála svo um munar.