28 Dec 2023

Nýr eiginleiki: Almenn mál

almennt mál í Justikal
Share

Fjöldinn allur af ágreiningsmálum fara ekki alla leið fyrir dómstóla eða leysast áður en þangað er komið. Mörg þeirra þurfa ekki aðkomu dómara svo að niðurstaða sé fengin. Þó svo að mál þarfnist ekki aðkomu dómstóla, þá eiga þau það sameiginlegt með þeim sem það þurfa, að oft á tíðum er verið að miðla viðkvæmum skjölum og upplýsingum á milli aðila.

Áður, þegar mál voru stofnuð í Justikal voru þau strax send til dómstóla. Nú gefst notendum kostur á að búa til almenn mál og vinna í þeim yfir lengra tímabil. Notendur geta síðan með einföldum hætti breytt almennu máli í dómsmál og sent það inn til dómstóla. 

Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál: 

  • Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
  • Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.

 Þegar notendur stofna almenn mál í kerfinu geta þeir á þægilegri hátt en áður unnið með öðrum notendum við vinnslu mála. Þeir geta gert persónulegar athugasemdir við skjöl og deilt þeim í rauntíma með völdum málsaðilum.

Skráðu þig inn í Justikal hér og stofnaðu þitt fyrsta almenna mál.