ELTA skipar sendiherra fyrir Ísland
The European Legal Tech Association (ELTA) hefur skipað Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Justikal sem fulltrúa samtakanna fyrir Ísland.
Meginmarkmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum (Legal Tech) í Evrópu. Samtökin taka virkan þátt í samfélagslegri og pólitískri umræðu í því skyni að tala fyrir áhyggjum og hagsmunum félagsmanna sinna og til að styrkja stöðu tækniþróunar á evrópskum mörkuðum.
Sjá nánar á heimasíðu þeirra hér.
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.