ELTA skipar sendiherra fyrir Ísland
The European Legal Tech Association (ELTA) hefur skipað Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Justikal sem fulltrúa samtakanna fyrir Ísland.
Meginmarkmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum (Legal Tech) í Evrópu. Samtökin taka virkan þátt í samfélagslegri og pólitískri umræðu í því skyni að tala fyrir áhyggjum og hagsmunum félagsmanna sinna og til að styrkja stöðu tækniþróunar á evrópskum mörkuðum.
Sjá nánar á heimasíðu þeirra hér.
Recent news
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Salóme nýr framkvæmdastjóri rekstrar
Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal og gengur jafnframt inn í stofnendateymi félagsins. Salóme mun leiða sókn og stefnu fyrirtækisins inn á erlenda markaði og bera ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu starfseminnar.
Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á listaNBC yfir 23 áhrifamestu kvenfrumkvöðlana í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu.