FutureLaw 23 ráðstefnan í Tallinn
Í lok maí var ráðstefnan FutureLaw 23 haldin í Tallinnn, Eistlandi í samstarfi við European Legal Tech Association (ELTA), Tallinn University of Technology (Tal Tech) og LEGID. Aðalumræðuefni ráðstefnunar voru lagatækni, gervigreind, hönnun, hugverkaréttur o.fl. Þetta var fyrsta ráðstefnan sem var tileinkuð þessu málefni í Eystrasaltslöndunum.
Framtíðin er björt þegar kemur að lögfræðitækni. Nýjar lausnir á þessu sviði munu án efa hafa mjög jákvæð áhrif á markaðinn og munu gera störf lögfræðinga þægilegri, skilvirkari og skemmtilegri. Auk þess mun þjónustuupplifun viðskiptavina verða betri.
Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal tók þátt í pallborðsumræðu þar sem umræðuefnið var „Staða lögfræðitækni í Evrópu“. Þar var m.a. fjallað um að upplýsingar um að lögfræðitæknilausnir ættu að vera aðgengilegar markaðnum á tilteknu svæði svo að aðilar geti borið saman lausnir samkeppnisaðila og tekið vel upplýstar kaupákvarðanir. Undirbúningur að sameiginlegu svæði þar sem þessum upplýsingum verður deilt er í undirbúningi hjá ELTA samtökunum og mun vonandi vera aðgengilegt markaðnum síðar á þessu ári. Auk þess er það ein af lykilforsendum fyrir því að vel megi tiltakast þegar kemur að nýsköpun innan lögfræðigeirans að hafa lagaumhverfi sem styður tæknina sem er notuð. eIDAS löggjöfin sem fjallar um rafrænar traustþjónustur o.fl. gerði Justikal t.a.m. kleift að smíða lausn sína þar sem skýr lagarammi var kominn um þá tækni sem notuð er í lausninni og réttaráhrif þeirrar tækni tryggð. Öllum dómstólum innan Evrópu er nú skylt að taka við stafrænum gögnum og er óheimilt að mismuna gögnum eftir formi, sbr. 46. gr. reglugerðarinnar.
Það er heiður og ánægja fyrir okkur að leggja okkar að mörkum í nýsköpun með Justikal til að gera réttarkerfið hraðara, gagnsærra og öruggara. Okkur hlakkar mikið til að sjá fleiri lausnir koma á evrópska markaðinn sem munu leiða til skilvirkari og þægilegri starfa.
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.