Justikal tryggir sér 400 milljóna fjármögnun
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Justikal hefur tryggt sér 400 milljón króna fjármögnun frá Eyri Vexti. En fjármögnunin gerir félaginu kleift til að sækja á erlenda markaði.
Hugbúnaðarlausn Justikal gerir lögmönnum og öðrum aðilum kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla. Með lausninni geta málsaðilar fylgst með framvindu sinna mála í réttarkerfinu og fengið sjálfvirkar tilkynningar þegar nýir atburðir verða í málum sem tengjast þeim. Auk þessa er fjöldi annarra eiginleika í lausninni sem geta aukið afkastagetu aðila í réttarkerfinu og gert þeim kleift að vinna eftir þægilegri og nútímalegri vinnuaðferðum en áður hefur þekkst.
Dómstólasýslan hefur samþykkt að lögmenn og aðilar megi nota lausnina til að senda öllum héraðsdómstólum á Íslandi gögn rafrænt. Hún er aðgengileg á justikal.com og er nýr valkostur sem stendur aðilum til boða til að senda gögn rafrænt til dómstólanna. Lausnin hefur verið í þróun síðastliðin 4 ár.
„Framundan er mjög spennandi tími. Í lögmannsstörfum mínum kynntist ég vel umhverfi og áskorunum sem lögmenn þurfa að takast á við vegna pappírsendinga og tímafresta. Í dag er mikið magn gagna sem eru aðeins til á rafrænu formi og í sumum tilfellum er ekki hægt að prenta út skjölin ef þau innihalda t.d. rafrænar undirskriftir. Með innleiðingu eIDAS reglugarðarinnar í íslensk lög eru allar nauðsynlegar forsendur komnar til þess að geta ýtt af stað miklum framförum á umhverfi lögmanna og starfsfólki dómstóla. Við gætum ekki verið ánægðari með fjárfesti þar sem Eyrir er ESG sjóður og leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar deilum við mörgum sterkum gildum þar sem markmið Justikal er einmitt að gera málsmeðferð fyrir dómstólum hraðari, gagnsærri og öruggari. Stofnendur Justikal telja að þeir geti lækkað málskostnað aðila og í kjölfarið gert dómstóla aðgengilegri fyrir tekjulægri aðila. Sparnaður fyrir samfélagið með notkun lausnar Justikal getur verið gríðarlegur eða u.þ.b. 3,3 milljarðar á ári fyrir íslenskt samfélag.“
Öryggi er og verður alltaf númer eitt, tvö og þrjú í lausn Justikal. Þess vegna notar Justikal traustþjónustur sem uppfylla kröfur eIDAS reglugerðarinnar. Með þessum ströngu öryggisstöðlum tryggir Justikal öryggi viðkvæmra gagna. Öll skjöl eru rafrænt innsigluð og innihalda tímastimpla sem staðfesta hvenær skjölin voru lögð fram. Þetta er nauðsynlegt fyrir lögmenn sem bera sönnunarbyrgðina varðandi það hvort þeir standist tímafresti.
Að auki hafa skjólstæðingar nú betri aðgang að sínum málum og geta verið upplýstir um stöðuna og fengið sjálfvirkar tilkynningar þegar nýjir atburðir eiga sér stað. Með þessu vonar Justikal að lögmenn geti veitt skjólstæðingum sínum betri þjónustu.
Justikal hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði sem hefur gert félaginu kleift að ná þeim stað sem lausnin er á í dag. Á næstu mánuðum mun félagið ráða fólk í hugbúnaðarþróun, sölu- og markaðsstarf. Undirbúningur fyrir þennan tímapunkt hefur átt sér góðan aðdraganda og gera má ráð fyrir að fyrirtækið muni vaxa hratt alþjóðlega á stuttum tíma.
,,Eyrir Vöxtur fjárfestir í fyrirtækjum sem eru tilbúin til að taka hröð vaxtarskref á alþjóðamörkuðum. Justikal fellur vel að áherslum sjóðsins og við hlökkum til þess að starfa með þessu frábæra teymi og erum spennt fyrir að taka þátt í að koma lausn Justikal inn á alþjóðamarkað.“
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.