02 Jun 2023

Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC

Katrín Jakobsdóttir og Margrét Anna Einarsdóttir
Share

MBL.is greindi frá:

"Mar­grét Anna Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Justikal, og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra eru á lista NBC yfir 23 áhrifa­mestu kven­frum­kvöðlana í stjórn­mál­um og viðskipt­um á heimsvísu. 

Í grein­inni, þar sem list­inn er kynnt­ur, seg­ir að Ísland sé dæmi um land þar sem kon­ur séu leiðandi á ýms­um sviðum, allt frá stjórn­sýslu yfir í heim viðskipta, tækni, miðlun­ar og jafn­vel óhagnaðardrif­inna sam­taka.

Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra þarf vart að kynna.

Í grein­inni seg­ir að Katrín hafi stigið stórt skref í bar­átt­unni fyr­ir kven­rétt­ind­um með því að beita sér fyr­ir því að kon­ur og karl­ar nýti sér bæði fæðing­ar­or­lof, enda sé með því komið í veg fyr­ir mis­mun­un á grund­velli kyns þegar kem­ur að ráðning­um. 

Mar­grét hef­ur verið tölu­vert í sviðsljós­inu í tækni­heim­in­um und­an­farna mánuði vegna fyr­ir­tæk­is­ins Justikal, sem hún er einn stofn­enda að.

Fyr­ir­tækið fram­leiðir hug­búnaðarlausn sem ger­ir lög­mönn­um og málsaðilum kleift að senda gögn ra­f­rænt til dóm­stóla og fylgj­ast með fram­vindu mála sinna ra­f­rænt."