Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC
MBL.is greindi frá:
"Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á lista NBC yfir 23 áhrifamestu kvenfrumkvöðlana í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu.
Í greininni, þar sem listinn er kynntur, segir að Ísland sé dæmi um land þar sem konur séu leiðandi á ýmsum sviðum, allt frá stjórnsýslu yfir í heim viðskipta, tækni, miðlunar og jafnvel óhagnaðardrifinna samtaka.
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þarf vart að kynna.
Í greininni segir að Katrín hafi stigið stórt skref í baráttunni fyrir kvenréttindum með því að beita sér fyrir því að konur og karlar nýti sér bæði fæðingarorlof, enda sé með því komið í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns þegar kemur að ráðningum.
Margrét hefur verið töluvert í sviðsljósinu í tækniheiminum undanfarna mánuði vegna fyrirtækisins Justikal, sem hún er einn stofnenda að.
Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarlausn sem gerir lögmönnum og málsaðilum kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla og fylgjast með framvindu mála sinna rafrænt."
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal
Eftir samtöl við notendur kynnum við nú eftirfarandi breytingu á öruggum rekjanlegum gagnasendingum. Nú geta notendur bætt nafni, myndmerki og aðallit síns fyrirtækis í notendastillingum sínum.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.