Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Stjórnin er þannig skipuð:
- Helgi Hermannsson (stjórnarformaður), framvæmdastjóri og stofnandi Sling. Fyrrverandi framkvæmdastjóri og meðstofnandi Gangverks.
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður og meðstofnandi Heimsþings kvenleiðtoga (Reykjavík Global Forum) og ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York. Fyrrverandi þingmaður, borgarstjóri, ráðherra.
- Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Nanitor. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Justikal er stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt. Markmið Justikal er að gera málsmeðferðina fyrir dómstólum hraðari, þægilegri og skilvirkari.
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal
Eftir samtöl við notendur kynnum við nú eftirfarandi breytingu á öruggum rekjanlegum gagnasendingum. Nú geta notendur bætt nafni, myndmerki og aðallit síns fyrirtækis í notendastillingum sínum.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.