Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Stjórnin er þannig skipuð:
- Helgi Hermannsson (stjórnarformaður), framvæmdastjóri og stofnandi Sling. Fyrrverandi framkvæmdastjóri og meðstofnandi Gangverks.
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður og meðstofnandi Heimsþings kvenleiðtoga (Reykjavík Global Forum) og ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York. Fyrrverandi þingmaður, borgarstjóri, ráðherra.
- Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Nanitor. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Justikal er stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt. Markmið Justikal er að gera málsmeðferðina fyrir dómstólum hraðari, þægilegri og skilvirkari.
Nýjar fréttir
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á listaNBC yfir 23 áhrifamestu kvenfrumkvöðlana í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu.
LOGOS setur viðskiptavini og umhverfið í fyrsta sæti með innleiðingu á lausn Justikal
LOGOS lögmannsstofa hefur tekið í notkun lausn hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal ehf. sem gerir stofunni kleift að senda öll gögn til héraðsdómstóla á rafrænu formi og eykur þar með skilvirkni við vinnslu dómsmála svo um munar.