Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Alþingi samþykkti þann 17. maí 2024 frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, um ýmsar breytingar á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti. Markmiðið var að skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli. Lögin tóku gildi 1. júlí síðastliðinn.
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti. Breytingarnar á lögum nr. 53/2024 94. gr voru eftirfarandi:
“Á eftir orðunum „vera skrifleg“ í 1. málsl. 2. mgr. 117. gr. laganna kemur: ýmist stafræn, rafræn eða bréfleg.”
Fyrir breytingu laganna var einungis hægt að senda kröfulýsingar í þrotabú á pappírsformi en nú er eins og áður segir heimilt að fara rafrænu leiðina. Justikal kynnti fyrr á árinu þjónustu sem kallast öruggar rekjanlegar gagnasendingar sem hentar einstaklega vel þegar hvers kyns viðkvæm skjöl eru send á milli aðila. Það sem aðgreinir þjónustu Justikal frá öðrum lausnum á markaðnum er aðilar geta verið full vissir um það að einungis skilgreindur viðtakandi með skráða kennitölu fái aðgang að tilteknu skjali og sá sem sendir það fær móttökustaðfestingu frá kerfinu þegar viðtakandi hefur auðkennt sig og móttekið skjalið.
Ferlið sparar mikinn tíma og fyrirhöfn og eykur öryggi í kröfulýsingarferlinu.
- Sendandinn hleður kröfulýsingunni upp í Justikal og slær inn nafn, kennitölu og tölvupóst skiptastjóra. Justikal er með beina tengingu við Þjóðskrá svo auðvelt er að finna réttan aðila.
- Því næst velur sendandinn þá dagsetningu sem kröfulýsingin þarf að birtast fyrir og getur óskað eftir því að skiptastjórinn undirriti hana rafrænt til að staðfesta móttöku hennar. Kerfið sendir skiptastjóranum sjálfvirkar áminningar fram að lokafresti, hafi skjalið ekki verið móttekið og undirritað (ef við á).
- Skiptastjórinn fær tölvupóst frá Justikal með hlekk á kröfulýsinguna og er beðinn um að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum áður en hann sér innihald hennar. Ef sendandinn hefur óskað eftir að kröfulýsingin sé rafrænt undirrituð, þá fær skiptastjórinn meldingu um að undirrita hana með rafrænum skilríkjum.
- Sendandinn fær að lokum staðfestingarskýrslu um afhendinguna þegar hún hefur farið fram. Að auki getur hann fylgst með framvindunni í Justikal, hvort skiptastjórinn sé búinn að auðkenna sig og móttaka skjalið og hvort hann sé búinn að undirrita það ef við á.
Nýjar fréttir
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á listaNBC yfir 23 áhrifamestu kvenfrumkvöðlana í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu.