Sölvi Rúnar Pétursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Justikal
Hugbúnaðarlausn Justikal miðar að því að auðvelda störf allra aðila sem koma að dómsmálum. Lausnin gerir m.a. lögmönnum og öðrum aðilum kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla. Lausnin gerir m.a. lögmönnum og öðrum aðilum kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla.
Sölvi hefur sinnt markaðsmálum fyrir fjölda fyrirtækja, hérlendis og erlendis á síðustu árum. Síðastliðin fjögur ár starfaði Sölvi hjá auglýsingastofunni ENNEMM. Áður starfaði hann í Kaupmannahöfn fyrir DigitasLBi Nordics, Evendo og Lessor A/S.
Sölvi lauk MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Að auki hefur hann lokið námi í stafrænni markaðssetningu frá Duke Háskólanum í Bandaríkjunum.
„Justikal hefur bætt við sig starfsfólki að undanförnu sem er liður í stækkun og eflingu félagsins. Það er mikill fengur að fá Sölva til liðs við okkur og styrkja liðsheildina enn frekar. Framundan eru auknar áskoranir og áframhaldandi vöxtur félagsins bæði hér heima sem og erlendis,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Justikal.
Recent news
Helgi, Hanna Birna og Heimir mynda nýja stjórn Justikal
Á síðasta aðalfundi Justikal sem haldinn var á dögunum var ný stjórn félagsins kjörin en henni er ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vexti innanlands og inn á erlenda markaði.
Salóme nýr framkvæmdastjóri rekstrar
Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal og gengur jafnframt inn í stofnendateymi félagsins. Salóme mun leiða sókn og stefnu fyrirtækisins inn á erlenda markaði og bera ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu starfseminnar.
Katrín Jakobsdóttir og Margrét á frumkvöðlalista NBC
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á listaNBC yfir 23 áhrifamestu kvenfrumkvöðlana í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu.