Gjaldskil innleiðir stafrænar stefnubirtingar Justikal
Innheimtufyrirtækið Gjaldskil hefur innleitt stafrænar stefnubirtingar frá Justikal. Justikal setti nýlega á markað nýja lausn sem gerir aðilum kleift að birta stefnur og önnur gögn á öruggan hátt með rafrænum hætti. En markmið félagsins er að gera alla málsmeðferð fyrir dómstólum hraðari, þægilegri og öruggari.
“Við viljum gera notendum kleift að vinna með nútímalegri vinnubrögðum en áður og liður í þeirri vegferð er að geta birt stefnur með rafrænum hætti. Markmið okkar og Gjaldskila fara ákaflega vel saman en bæði félögin vilja fara umhverfisvænni og skilvirkari leiðir og okkur hlakkar til að sjá samstarfið blómstra.” Segir Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal.
Gjaldskil býður upp á heildstæðar lausnir við innheimtu krafna allt frá fruminnheimtu til löginnheimtu. Félagið hefur sérhæft sig í rafrænum lausnum í kröfustýringu og innheimtu en stórt skref var tekið á dögunum með innleiðingu á stafrænum stefnubirtingum og öruggum gagnasendingum með Justikal kerfinu.
Stefna Gjaldskila Debitum er að vera fremstir innheimtuaðila í rafrænum og skilvirkum lausnum. Félagið var fyrst til að innleiða að fullu rafrænt innheimtuferli og er rafræn birting á greiðsluáskorunum og stefnum í samstarfi við Justikal liður í þeirri vegferð. ,,Með þessu viljum við tryggja að birtingar berist hratt og örugglega til réttra aðila, ásamt því að lækka kostnað greiðenda” er haft eftir Dagbjörtu Hauksdóttur forstöðumanni löginnheimtu Gjaldskila ehf.
Nýjar fréttir
Nýr eiginleiki: Almenn mál
Notendur hafa nú tvo valkosti í kerfinu þegar þeir stofna ný mál:
Að stofna Almennt mál - Gerir notendum kleift að vinna að máli áður en það er tilbúið til innsendingar til dómstóla.
Að stofna Dómsmál - Gerir notendum kleift að stofna mál og senda öll gögn inn til dómstóla.
Nú geta fyrirtæki sett sitt útlit á öruggar rekjanlegar gagnasendingar í Justikal
Eftir samtöl við notendur kynnum við nú eftirfarandi breytingu á öruggum rekjanlegum gagnasendingum. Nú geta notendur bætt nafni, myndmerki og aðallit síns fyrirtækis í notendastillingum sínum.
Rafrænar kröfulýsingar í þrotabú
Breytingin á lögunum um gjaldþrotaskipti hefur ekki verið áberandi í umræðunni en nú er loksins heimilt að senda kröfulýsingar í þrotabú með rafrænum hætti.